Nú fer hver að verða síðastur að sjá Ávaxtakörfuna hjá LS í Bifröst því síðustu tvær sýningar verða þriðjudaginn 29. okt. kl 18:00 og miðvikudaginn 30. okt. kl 18:00. Að sögn formanns leikfélagsins, Sigurlaugar Dóru Ingimundardóttur, hefur tímabilið verið gott, leikritið vel sótt og engin óvænt forföll hjá leikurum.
„Fyrir hönd leikfélagsins vil ég koma þökkum til allra sem hafa komið á sýningar hjá okkur, styrktaraðilum og allra sem hafa á einhvern hátt lagt hönd á plóg til að koma þessari frábæru sýningu á fjalirnar,“ segir formaðurinn og minnir á að hægt er að fylgjast með og sjá myndir og myndskeið á samfélagsmiðlum Leikfélagsins.
Miðasala á Tix.is og í síma 849-9434