27.04.2025
Það má sannarlega segja að gestir hafi skemmt sér vel á frumsýningu í Bifröst í kvöld er frábær leikhópur LS fór á kostum í leikritinu Flæktur í netinu eftir Ray Cooney. Ekki er miklu logið þó fullyrt sé að áhorfendur hafi hlegið stanslaust í þær tvær stundir sem sýningin tók.
14.04.2025
„Velkomnir í Síkið!“ er sungið hátt þegar körfuboltaleikir eru háðir á Sauðárkróki en við segjum bara við Valgeir Skagfjörð, leikstjóra, „Velkominn á Krókinn!“. Þegar um tvær vikur eru í frumsýningu var Valgeir fenginn til að svara nokkrum spurningum um hans hagi og verkefnið hjá Leikfélaginu.
28.10.2024
Nú fer hver að verða síðastur að sjá Ávaxtakörfuna hjá LS í Bifröst því síðustu tvær sýningar verða þriðjudaginn 29. okt. kl 18:00 og miðvikudaginn 30. okt. kl 18:00. Að sögn formanns leikfélagsins, Sigurlaugar Dóru Ingimundardóttur, hefur tímabilið verið gott, leikritið vel sótt og engin óvænt forföll hjá leikurum.
21.10.2024
Sýningar vikunnar:
6. sýning þriðjudaginn 22. október
7. sýning miðvikudaginn 23. október
Miðapantanir á TIX og í síma 849 9434
Almennt miðaverð kr. 4000, hópar, eldri borgarar, öryrkjar og grunn- og leikskólabörn kr. 3500.
20.10.2024
Undirrituð brá sér af bæ og tók stefnuna á Bifröst til að sjá uppfærslu Leikfélags Sauðárkróks á Ávaxtakörfunni eftir Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur með tónlist Þorvaldar Bjarna Þorvaldssonar í leikstjórn Sigurlaugar Vordísar Eysteinsdóttur. Fyrir brottfluttan uppalinn Króksara, eins og mig, þá opnast ævintýraheimar bernskunnar við að labba inn í salinn í Bifröst, minningar streyma fram og vellíðan tekur völdin og ekki var það öðruvísi í þetta sinn. Á senunni var stílhrein, litskrúðug og falleg leikmynd og skemmtileg barnatónlist barst í eyrun og svo gerðust töfrarnir.
08.10.2024
Leikfélagið hefur staðið í ströngu undanfarnar vikur við æfingar á Ávaxtakörfunni, undir styrkri stjórn okkar bestu Sillu, Sigurlaugar Vordísar Eysteinsdóttur. Frumsýnt verður þriðjudaginn 15. október og er miðasala þegar hafin á Tix og einnig í síma 849-9434.
10.09.2024
Leikfélagið hefur hafið æfingar á hinni sívinsælu Ávaxtakörfu eftir Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur, í leikstjórn Sigurlaugar Vorsísar Eysteinsdóttur. Tónlistin í verkinu er eftir Þorvald Bjarna Þorvaldsson. Frumsýning er áætluð 15. október nk.
17.06.2024
Í tilkynningu sem barst Leikfélaginu er leitast eftir leikurum á allskonar aldri í tökur um miðjan júlí sem verður tekin upp að hluta til á Sauðárkróki. Þeir sem hafa áhuga á að sækja um mega senda beint á Reyni Skarp á netfangið reynirskarp@gmail.com ásamt fullu nafni, aldri og nýlegri ljósmynd.
11.06.2024
Aðalfundur Leikfélags Sauðárkróks verður haldinn þriðjudaginn 18. júní kl. 20 í Leikborg, Borgarflöt 19d. Dagskrá fundar: Venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál. Þá verða verkefni félagsins sem framundan eru kynnt.
26.05.2024
Takk allir sem komu í Bifröst og heiðruðu okkur með nærveru ykkar á Litlu hryllingsbúðinni, við erum afar þakklát fyrir öll frábæru viðbrögðin sem við fengum. Einnig viljum við þakka öllum þeim sem styrktaraðilum sem styðja okkur.