Leikarar óskast

>
>

Í tilkynningu sem barst Leikfélaginu er leitast eftir leikurum á allskonar aldri í tökur um miðjan júlí sem verður tekin upp að hluta til á Sauðárkróki. Þeir sem hafa áhuga á að sækja um mega senda beint á Reyni Skarp á netfangið reynirskarp@gmail.com ásamt fullu nafni, aldri og nýlegri ljósmynd.

Myndin á að höfða til barna og ungmenna og er umhverfi sögunnar Hafnarfjörður, þar sem ævintýraheimur íslensku þjóðsagnanna er í forgrunni. Áætlað er að tökur fari fram seinni hluta júlímánaðar. Leitað er að 6-12 ára stúlku í aðalhlutverk en í aukahlutverk vantar 6-12 ára dreng, 30-40 ára konu og 60+ af öllum kynjum.