Flæktur í Netinu

Leyndarmál og listileg lygi

Sæluvikuverkefni Leikfélagsins er Flæktur í Netinu, eftir Ray Cooney.  Frumsýning er áætluð sunnudaginn 27. apríl nk. Leikstjóri er Valgeir Skagfjörð.

Flæktur í Netinu (Með táning í tölvunni) er sjálfstætt framhald leikritsins Með vífið í lúkunum þar sem leigubílstjórinn John Smith barðist við að lifa tvöföldu lífi með tveimur eiginkonum, Mary og Barböru.
Núna 18 árum síðar kynnast dóttir hans úr öðru hjónabandinu og sonur hans úr hinu á netinu og byrja að draga sig saman. Þessu reynir faðir þeirra að afstýra með öllum tiltækum ráðum með dyggri aðstoð vinar síns Stanleys sem hefur sest upp hjá honum og búið þar allan þennan tíma. En John Smith er ekki sá eini sem á sér leyndarmál.

Lesa meira

Hvað er títt

Fréttir og tilkynningar

27.04.2025

Húsfyllir á frumsýningu

Það má sannarlega segja að gestir hafi skemmt sér vel á frumsýningu í Bifröst í kvöld er frábær leikhópur LS fór á kostum í leikritinu Flæktur í netinu eftir Ray Cooney. Ekki er miklu logið þó fullyrt sé að áhorfendur hafi hlegið stanslaust í þær tvær stundir sem sýningin tók.
14.04.2025

Búast má við hamagangi á Hóli

„Velkomnir í Síkið!“ er sungið hátt þegar körfuboltaleikir eru háðir á Sauðárkróki en við segjum bara við Valgeir Skagfjörð, leikstjóra, „Velkominn á Krókinn!“. Þegar um tvær vikur eru í frumsýningu var Valgeir fenginn til að svara nokkrum spurningum um hans hagi og verkefnið hjá Leikfélaginu.
28.10.2024

Allra síðustu sýningar á Ávaxtakörfunni

Nú fer hver að verða síðastur að sjá Ávaxtakörfuna hjá LS í Bifröst því síðustu tvær sýningar verða þriðjudaginn 29. okt. kl 18:00 og miðvikudaginn 30. okt. kl 18:00. Að sögn formanns leikfélagsins, Sigurlaugar Dóru Ingimundardóttur, hefur tímabilið verið gott, leikritið vel sótt og engin óvænt forföll hjá leikurum.
21.10.2024

Næstu sýningar

Sýningar vikunnar: 6. sýning þriðjudaginn 22. október 7. sýning miðvikudaginn 23. október Miðapantanir á TIX og í síma 849 9434 Almennt miðaverð kr. 4000, hópar, eldri borgarar, öryrkjar og grunn- og leikskólabörn kr. 3500.

Takk fyrir stuðninginnn!