Haustverkefni LS - Óvitar, barnaleikrit með söngvum
Börn leika fullorðna og fullorðnir börn
Leikfélag Sauðárkróks setur nú upp hið geysivinsæla leikrit Óvitar eftir Guðrúnu Helgadóttur í leikstjórn Eysteins Ívars Guðbrandssonar. Það var fyrst sýnt í Þjóðleikhúsinu árið 1979 og sló strax í gegn og hefur verið sett upp víða síðan þá.
Sagan gerist í viðsnúnum heimi þar sem fullorðnir eru börn og börn fullorðnir og því minnka börnin þegar þau eldast. Finnur (8 ára) biður Guðmund bekkjarbróður sinn að fela sig heima hjá sér og gefa sér að borða. Hann vill ekki lengur vera heima því foreldrar hans eru alltaf að rífast og ætla að skilja. Það verður uppi fótur og fit þegar Finnur er horfinn, en að lokum verður Dagný, systir Guðmundar vör við hann.
Fyrstu sýningar eru eftirfarandi:
Frumsýning föstudaginn 10. október kl 18
2. sýning laugardaginn 11. október kl 14
3. sýning sunnudaginn 12. október kl 18
4. sýning mánudaginn 13. október kl 18
5. sýning miðvikudaginn 15. október kl 18
Miðasala í síma 849 9434