Haustverkefni LS - Óvitar, barnaleikrit með söngvum

Börn leika fullorðna og fullorðnir börn

Leikfélag Sauðárkróks setur nú upp hið geysivinsæla leikrit Óvitar eftir Guðrúnu Helgadóttur í leikstjórn Eysteins Ívars Guðbrandssonar. Það var fyrst sýnt í Þjóðleikhúsinu árið 1979 og sló strax í gegn og hefur verið sett upp víða síðan þá.

Sagan gerist í viðsnúnum heimi þar sem fullorðnir eru börn og börn fullorðnir og því minnka börnin þegar þau eldast. Finnur (8 ára) biður Guðmund bekkjarbróður sinn að fela sig heima hjá sér og gefa sér að borða. Hann vill ekki lengur vera heima því foreldrar hans eru alltaf að rífast og ætla að skilja. Það verður uppi fótur og fit þegar Finnur er horfinn, en að lokum verður Dagný, systir Guðmundar vör við hann.

Fyrstu sýningar eru eftirfarandi:

Frumsýning föstudaginn 10. október kl 18
2. sýning laugardaginn 11. október kl 14
3. sýning sunnudaginn 12. október kl 18
4. sýning mánudaginn 13. október kl 18
5. sýning miðvikudaginn 15. október kl 18

Miðasala í síma 849 9434

Hvað er títt

Fréttir og tilkynningar

24.07.2025

Leiklistarnámskeið fyrir börn

Leikfélag Sauðárkróks stendur fyrir leiklistarnámskeiði fyrir börn fædd 2011-2016 dagana 11. - 12. ágúst. Möguleiki er á hlutverki í haustsýningu Leikfélagsins fyrir áhugasama þátttakendur að námskeiði loknu.
09.06.2025

Saga Sjöfn Ragnarsdóttir nýr formaður LS

Aðalfundur Leikfélags Sauðárkróks var haldinn fimmtudagskvöldið 5. júní sl. í Leikborg, Borgarflöt 19D. Á dagsskrá voru venjuleg aðalfundastörf en helst bar til tíðinda að formannsskipti urðu á fundinum þar sem Sigurlaug Dóra Ingimundardóttir lét af störfum eftir langa og farsæla formannssetu.
27.04.2025

Húsfyllir á frumsýningu

Það má sannarlega segja að gestir hafi skemmt sér vel á frumsýningu í Bifröst í kvöld er frábær leikhópur LS fór á kostum í leikritinu Flæktur í netinu eftir Ray Cooney. Ekki er miklu logið þó fullyrt sé að áhorfendur hafi hlegið stanslaust í þær tvær stundir sem sýningin tók.
14.04.2025

Búast má við hamagangi á Hóli

„Velkomnir í Síkið!“ er sungið hátt þegar körfuboltaleikir eru háðir á Sauðárkróki en við segjum bara við Valgeir Skagfjörð, leikstjóra, „Velkominn á Krókinn!“. Þegar um tvær vikur eru í frumsýningu var Valgeir fenginn til að svara nokkrum spurningum um hans hagi og verkefnið hjá Leikfélaginu.

Takk fyrir stuðninginnn!