FRAMUNDAN hjá LS

Leiklistarnámskeið fyrir börn

Leikfélag Sauðárkróks stendur fyrir leiklistarnámskeiði fyrir börn fædd 2011-2016 dagana 11. - 12. ágúst. Möguleiki er á hlutverki í haustsýningu Leikfélagsins fyrir áhugasama þátttakendur að námskeiði loknu.

Námskeiðið verður haldið í Árskóla og verður tímasetning auglýst þegar nær dregur.

Námskeiðsgjald er 5.000 kr. og lýkur skráningu á miðnætti 4. ágúst.

Lesa meira

Hvað er títt

Fréttir og tilkynningar

24.07.2025

Leiklistarnámskeið fyrir börn

Leikfélag Sauðárkróks stendur fyrir leiklistarnámskeiði fyrir börn fædd 2011-2016 dagana 11. - 12. ágúst. Möguleiki er á hlutverki í haustsýningu Leikfélagsins fyrir áhugasama þátttakendur að námskeiði loknu.
09.06.2025

Saga Sjöfn Ragnarsdóttir nýr formaður LS

Aðalfundur Leikfélags Sauðárkróks var haldinn fimmtudagskvöldið 5. júní sl. í Leikborg, Borgarflöt 19D. Á dagsskrá voru venjuleg aðalfundastörf en helst bar til tíðinda að formannsskipti urðu á fundinum þar sem Sigurlaug Dóra Ingimundardóttir lét af störfum eftir langa og farsæla formannssetu.
27.04.2025

Húsfyllir á frumsýningu

Það má sannarlega segja að gestir hafi skemmt sér vel á frumsýningu í Bifröst í kvöld er frábær leikhópur LS fór á kostum í leikritinu Flæktur í netinu eftir Ray Cooney. Ekki er miklu logið þó fullyrt sé að áhorfendur hafi hlegið stanslaust í þær tvær stundir sem sýningin tók.
14.04.2025

Búast má við hamagangi á Hóli

„Velkomnir í Síkið!“ er sungið hátt þegar körfuboltaleikir eru háðir á Sauðárkróki en við segjum bara við Valgeir Skagfjörð, leikstjóra, „Velkominn á Krókinn!“. Þegar um tvær vikur eru í frumsýningu var Valgeir fenginn til að svara nokkrum spurningum um hans hagi og verkefnið hjá Leikfélaginu.

Takk fyrir stuðninginnn!