Húsfyllir á frumsýningu

Leikarar, leikstjóri, formaður og hinn fjölmenni hópur sem starfar við allt mögulegt svo hægt sé að …
Leikarar, leikstjóri, formaður og hinn fjölmenni hópur sem starfar við allt mögulegt svo hægt sé að koma upp eins og einni sýningu. Mynd: PF.

Það má sannarlega segja að gestir hafi skemmt sér vel á frumsýningu í Bifröst í kvöld er frábær leikhópur LS fór á kostum í leikritinu Flæktur í netinu eftir Ray Cooney. Ekki er miklu logið þó fullyrt sé að áhorfendur hafi hlegið stanslaust í þær tvær stundir sem sýningin tók.

Óhætt er að hvetja alla til að létta lundina og panta miða á TIX, en þar fer miðasala fram en næstu sýningar eru sem hér segir:

  1. sýning; þriðjudaginn 29. apríl kl. 20
  2. sýning; miðvikudaginn 30. apríl kl. 20
  3. sýning; föstudaginn 2. maí kl. 20
  4. sýning; laugardaginn 3. maí kl. 15
  5. sýning; sunnudaginn 4. maí kl. 20
  6. sýning; þriðjudaginn 6. maí kl. 20
  7. sýning; miðvikudaginn 7. maí kl. 20

Athugið! Miðasala fer einungis fram á TIX.is