Fréttir

Allra síðustu sýningar á Ávaxtakörfunni

Nú fer hver að verða síðastur að sjá Ávaxtakörfuna hjá LS í Bifröst því síðustu tvær sýningar verða þriðjudaginn 29. okt. kl 18:00 og miðvikudaginn 30. okt. kl 18:00. Að sögn formanns leikfélagsins, Sigurlaugar Dóru Ingimundardóttur, hefur tímabilið verið gott, leikritið vel sótt og engin óvænt forföll hjá leikurum.

Næstu sýningar

Sýningar vikunnar: 6. sýning þriðjudaginn 22. október 7. sýning miðvikudaginn 23. október Miðapantanir á TIX og í síma 849 9434 Almennt miðaverð kr. 4000, hópar, eldri borgarar, öryrkjar og grunn- og leikskólabörn kr. 3500.

Þrælfyndin sýning þrátt fyrir alvarleika

Undirrituð brá sér af bæ og tók stefnuna á Bifröst til að sjá uppfærslu Leikfélags Sauðárkróks á Ávaxtakörfunni eftir Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur með tónlist Þorvaldar Bjarna Þorvaldssonar í leikstjórn Sigurlaugar Vordísar Eysteinsdóttur. Fyrir brottfluttan uppalinn Króksara, eins og mig, þá opnast ævintýraheimar bernskunnar við að labba inn í salinn í Bifröst, minningar streyma fram og vellíðan tekur völdin og ekki var það öðruvísi í þetta sinn. Á senunni var stílhrein, litskrúðug og falleg leikmynd og skemmtileg barnatónlist barst í eyrun og svo gerðust töfrarnir.

Styttist í frumsýningu

Leikfélagið hefur staðið í ströngu undanfarnar vikur við æfingar á Ávaxtakörfunni, undir styrkri stjórn okkar bestu Sillu, Sigurlaugar Vordísar Eysteinsdóttur. Frumsýnt verður þriðjudaginn 15. október og er miðasala þegar hafin á Tix og einnig í síma 849-9434.