Leikfélagið hefur staðið í ströngu undanfarnar vikur við æfingar á Ávaxtakörfunni, undir styrkri stjórn okkar bestu Sillu, Sigurlaugar Vordísar Eysteinsdóttur. Frumsýnt verður þriðjudaginn 15. október og er miðasala þegar hafin á Tix og einnig í síma 849-9434.
Ávaxtakarfan er eftir Kristlaugu Maríu Sigurðardóttir en tónlist samdi Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Sagan tekur á mikilvægum málefnum, svo sem einelti og fordómum sem alltaf er mikilvægt að taka á. Mæja jarðarber er lögð í einelti af hinum í körfunni af því hún er ekki eins og þau en henni er ætlað að þrífa, taka til og þjóna hinum. Immi ananas er voldugasti ávöxturinn og ætlar sér að krýna sjálfan sig sem konung en allt breytist þegar Gedda gulrót kemur í körfuna.
Leikfélag Sauðárkróks sýndi Ávaxtakörfuna árið 2004 og er því um 20 ára sýningarafmæli að ræða.
Hægt er að fylgjast með ýmsu skemmtilegu á samfélagsmiðlum LS, eins og meðfylgjandi myndband ber vitni um. Kíkið á Facebook - TikTok og eða Instagram