Leikhúsrýni frá Freyvangi
15.05.2024
Undirrituð skellti sér á frumsýningu á Sauðárkrók síðastliðið föstudagskvöld, loksins, til að sjá Litlu hryllingsbúðina í leikstjórn Valgeirs Skagfjörð. Þrátt fyrir að veikindi hafi gert það að verkum að frumsýning hafi verið búin að frestast um tæpar tvær vikur létu leikarar ekki á neinu bera. Ég fór með því hugarfari að eiga góða kvöldstund í Bifröst og var sko ekki svikin. Ég verð að viðurkenna að Litla hryllingsbúðin hefur ekki verið hátt á vinsældarlista mínum yfir leikverk en hæfileikabúntin á sviðinu voru fljót að láta mig gleyma því.