Fréttir

Húsfyllir á frumsýningu

Það má sannarlega segja að gestir hafi skemmt sér vel á frumsýningu í Bifröst í kvöld er frábær leikhópur LS fór á kostum í leikritinu Flæktur í netinu eftir Ray Cooney. Ekki er miklu logið þó fullyrt sé að áhorfendur hafi hlegið stanslaust í þær tvær stundir sem sýningin tók.

Búast má við hamagangi á Hóli

„Velkomnir í Síkið!“ er sungið hátt þegar körfuboltaleikir eru háðir á Sauðárkróki en við segjum bara við Valgeir Skagfjörð, leikstjóra, „Velkominn á Krókinn!“. Þegar um tvær vikur eru í frumsýningu var Valgeir fenginn til að svara nokkrum spurningum um hans hagi og verkefnið hjá Leikfélaginu.